Brynjólfur kom inn á og sá rautt

Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson. Ljósmynd/KSÍ

Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson átti erfiðan dag en hann kom inn á af bekknum hjá Groningen í hollensku deildinni í 2:1-tapi gegn Heerenveen.

Brynjólfur kom inn á á 60. mínútu í stöðunni 1:1 en Groningen misstu Marvin Peersman út af þremur mínútum síðar eftir að hann fékk beint rautt spjald.

Heerenveen komst, 2:1, yfir á 69. mínútu og á 82. mínútu fékk BRynjólfur einnig beint rautt spjald fyrir tæklingu og Groningen-menn kláruðu leikinn 9 gegn 11.

 Brynjólfur verður í banni gegn Go Ahead Eagles í næsta leik en það er fyrrum félag Willum Þórs Willumssonar sem er eldri bróðir Brynjólfs.

Groningen er í sjötta sæti með níu stig eftir sex leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert