Sonurinn orðinn atvinnumaður

Luka Vidic er orðinn atvinnumaður eins og faðir sinn.
Luka Vidic er orðinn atvinnumaður eins og faðir sinn. Ljósmynd/Zeleznicar Pancevo

Knattspyrnumaðurinn Luka Vidic hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Zeleznicar Pancevo sem leikur í efstu deild Serbíu.

Luka er 17 ára sonur Nemanja Vidic sem lék með Manchester United frá 2006 til 2014 við afar góðan orðstír.

Á þeim átta árum sem Vidic lék með United vann hann ensku úrvalsdeildina þrisvar, enska deildabikarinn þrisvar og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Vidic yngri er miðjumaður. Hann lék sinn fyrsta leik með Zeleznicar Pancevo í serbnesku deildinni í gær er hann kom inn á sem varamaður hjá liðinu í tapi fyrir OFK Beograd á heimavelli, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert