Tekinn við ástralska landsliðinu

Tony Popovic er nýr þjálfari ástralska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Tony Popovic er nýr þjálfari ástralska karlalandsliðsins í knattspyrnu. AFP/David Gray

Tony Popovic, fyrrverandi leikmaður Crystal Palace á Englandi, hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Ástralíu í knattspyrnu.

Popovic, sem er 51 árs, tekur við starfinu af Graham Arnold sem lét nýverið af störfum eftir sex ár við stjórnvölinn.

Samningur hans er til næstu tæplega tveggja ára, til og með HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Popovic, sem er frá Ástralíu, lék 119 leiki fyrir Crystal Palace á árunum 2001 til 2006 og skoraði í þeim sjö mörk. Lék hann fjögur tímabil í ensku B-deildinni og eitt í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert