Íslandsvinurinn fyrir ofan Klopp og Tuchel

Bo Henriksen er að gera góða hluti í Þýskalandi.
Bo Henriksen er að gera góða hluti í Þýskalandi. AFP/Thomas Lienzle

Danski Íslandsvinurinn Bo Henriksen hefur gert góða hluti með þýska liðið Mainz síðan hann tók við því í febrúar. Mainz er sem stendur í tíunda sæti þýsku 1. deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki.

Síðan Henriksen tók við Mainz hefur liðið fengið að meðaltali 1,65 stig í leik, en enginn stjóri hefur fengið eins mörg stig að meðaltali í leik í efstu deild með Mainz. 

Stjörnuþjálfararnir Jürgen Klopp og Thomas Tuchel eru á meðal þeirra sem hafa stýrt Mainz og eru þeir með færri stig að meðaltali en sá danski. Tuchel er í öðru sæti með 1,41 stig í leik og Klopp í fimmta sæti með 1,13 stig í leik.

Henriksen lék með Val, Fram og ÍBV árin 2005 og 2006 áður en hann sneri sér að þjálfun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert