Knattspyrnumaður tekinn með barnaníðsefni

Ungur danskur knattspyrnumaður hefur verið sakfelldur fyrir vörslu barnaníðsefnis og dæmdur í 14 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann fær tvær vikur til að ákveða hvort hann áfrýi dómnum.  

Hann var einnig sakfelldur fyrir að dreifa efninu. Samkvæmt dönskum lögum má ekki nafngreina leikmanninn þangað til ákvörðun hefur verið tekin um áfrýjun.

Þótt hann sleppi með væga refsingu gæti málið haft afar slæm áhrif á feril leikmannsins, verði hann nafngreindur. 

Samkvæmt BT var leikmaðurinn fundinn sekur um að vera með myndband í fórum sér sem sýndi dreng undir 18 ára aldri í kynferðislegum athöfnum. Þá sendi hann að minnsta kosti einum vini sínum myndbandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert