Talinn dauðvona en byrjaður að æfa

Kristoffer Olsson í baráttunni við Ander Herrera, leikmann Manchester United.
Kristoffer Olsson í baráttunni við Ander Herrera, leikmann Manchester United. AFP

Sænski knattspyrnumaðurinn Kristoffer Olsson er byrjaður að æfa fótbolta á nýjan leik en hann var lagður inn á sjúkrahús þann 20. febrúar vegna margra blóðtappa í heila og haldið sofandi í öndunarvél í þrjár vikur.

Olsson á að baki 47 landsleiki fyrir Svíþjóð en hann lék með FC Midtjylland í Danmörku fyrir veikindin. Miðjumaðurinn sterki er snúinn aftur á æfingasvæði dönsku meistaranna en hann er byrjaður að sparka í bolta.

Einstaklingsþjálfari vinnur með Olsson en hann æfir nú fótbolta tvisvar í viku ásamt annarri endurhæfingu. Hinn 29 ára gamli Svíi stefnir á að spila fótbolta á nýjan leik og virðist vera á réttri leið en hann er ekki byrjaður að æfa með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert