Sveindís lagði upp er Wolfsburg komst í Meistaradeildina

Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu öruggan 5:0-sigur á Fiorentina, sem Alexandra Jóhannsdóttir leikur með, í síðari leik liðanna í úrslitum 2. umferðar undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Wolfsburg vann viðureignina samanlagt 12:0 og fer því örugglega áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sveindís Jane lék allan leikinn fyrir liðið og lagði upp fimmta og síðasta mark Wolfsburg í kvöld.

Alexandra var í byrjunarliði Fiorentina og fór af velli á 71. mínútu.

Sædís Rún Heiðarsdóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga tryggðu sér sömuleiðis sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að leggja Anderlecht að velli, 3:1, í síðari leik liðanna í kvöld.

Vålerenga vann einvígið samanlagt 5:1.

Sædís Rún kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í leiknum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert