United byrjar illa í Evrópudeildinni

Leikmenn Twente fagna jöfnunarmarki Sam Lammers á Old Trafford í …
Leikmenn Twente fagna jöfnunarmarki Sam Lammers á Old Trafford í kvöld. AFP/Darren Staples

Manchester United fór illa að ráði sínu í fyrstu umferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. Liðið mætti Twente á Old Trafford í Manchester og gerðu liðin jafntefli, 1:1.

Christian Eriksen kom heimamönnum í Man. United í forystu á 35. mínútu.

Á 68. mínútu jafnaði Sam Lammers hins vegar metin fyrir Twente og þar við sat.

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson og liðsfélagar hans í Midtjylland gerðu sömuleiðis jafntefli, 1:1.

Heimamenn í Midtjylland komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Darío Osorio og virtust vera að sigla fræknum sigri í höfn þegar Max Moerstedt jafnaði metin á 90. mínútu.

Elías Rafn varði mark Midtjylland.

Loks skildu Nice og Real Sociedad einnig jöfn, 1:1.

Ander Barrenetxea kom gestunum frá Real Sociedad í forystu á 18. mínútu áður en Pablo Rosario jafnaði metin fyrir Nice skömmu fyrir leikhlé.

Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu hjá Real Sociedad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert