Vildi bara fara heim til Íslands og gráta

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er byrjuð að spila fótbolta aftur eftir …
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er byrjuð að spila fótbolta aftur eftir hnémeiðsli sem héldu henni frá keppni í níu mánuði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur farið frábærlega af stað með Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni en hún gekk til liðs við félagið á láni frá þýska stórliðinu Bayern München í sumar.

Hún hefur verið einstaklega óheppin með meiðsli undanfarin tvö tímabil þar sem hún hefur meðal annars handarbrotnað, fingurbrotnað og nú síðast fór hnéskelin á henni úr lið sem hélt henni frá keppni í níu mánuði.

„Þetta hefur gengið framar björtustu vonum,“ sagði Cecilía Rán í samtali við Morgunblaðið.

Gekk í gegnum erfiða tíma

Eins og áður sagði hefur Cecilía verið afar óheppin með meiðsli á síðustu árum, meiðsli sem hafa tekið á andlega.

„Það er einhvern veginn aldrei góður tímapunktur til þess að meiðast. Mér fannst nauðsynlegt líka, fyrir hausinn á mér, að breyta aðeins til. Ég óska engum þess að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að ganga í gegnum á síðustu árum. Allir sem eru í fótbolta eru í fótbolta til þess að spila, ekki til þess að hanga inni í ræktinni allan daginn. Það komu dagar þar sem ég vildi bara fara heim til Íslands, vera með fjölskyldunni minni og gráta, en stelpurnar í liðinu og Glódís [Perla Viggósdóttir] hjálpuðu mér mikið.“

Viðtalið við Cecilíu Rán í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert