Mourinho ósáttur: Mikil vanvirðing

José Mourinho var ekki sáttur.
José Mourinho var ekki sáttur. AFP/Ozan Kose

José Mourinho knattspyrnustjóri Fenerbache í Tyrklandi var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi.

Mourinho var ekki aðeins ósáttur við tap á heimavelli, 3:1, heldur einnig þá staðreynd að hann þurfti að bíða í meira en klukkutíma eftir að fá að halda blaðamannafund eftir leik.

„Ég hef aldrei sleppt blaðamannafundi á þeim 24 árum sem ég hef verið knattspyrnustjóri. Ég óttast engan blaðamann, engar spurningar og enga blaðamannafundi.

Ég ætlaði ekki að breyta því í dag. Það er samt ekkert rökrétt við að ég þurfti að bíða í 75 mínútur eftir að fá að halda blaðamannafund.

Eftir leik óskaði ég kollega mínum til hamingju með sigurinn, svo fór ég í viðtal. Eftir það ætlaði ég á blaðamannafund en ég þurfti að bíða í 70 mínútur. Það er mikil vanvirðing,“ sagði Mourinho.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert