Tæki á sig mikla launalækkun

Luis Enrique er ekki sérlega hrifinn af blaðamannafundum.
Luis Enrique er ekki sérlega hrifinn af blaðamannafundum. AFP/Franck Fife

Spænski knattspyrnustjórinn Luis Enrique hjá París SG í Frakklandi er lítt hrifinn af blaðamannafundum fyrir og eftir alla leiki.

Samband Enrique við franska blaðamenn hefur verið slæmt þar sem hann var búinn að fá sig fullsaddan af spurningum um stórstjörnuna Kylian Mbappé, sem yfirgaf PSG í sumar og samdi við Real Madrid, á síðustu leiktíð.

„Ef þú myndir bjóða mér að sleppa því að tala við fjölmiðla með því skilyrði að ég tæki á mig 25 prósent, eða jafnvel 50 prósent launalækkun, myndi ég samþykkja það. Það er er ekki hægt því það er inni í samningnum mínum.

Ég væri sérstaklega til í að sleppa því að tala eftir leiki, því þá er ég orkuminni,“ sagði Enrique í heimildamynd sem spænska sjónvarpsstöðin Movistar framleiddi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert