Tíu Tottenham-menn skoruðu þrjú

Pape Matar Sarr og Yves Bissouma fagna í kvöld.
Pape Matar Sarr og Yves Bissouma fagna í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Tottenham fer vel af stað í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en liðið vann heimasigur á Qarabag frá Aserbaídsjan í kvöld, 3:0, í 1. umferðinni. 

Sigur Lundúnaliðsins var sannfærandi, þrátt fyrir að Radu Dragusin hafi fengið beint rautt spjald strax á 8. mínútu.

Fjórum mínútum síðar skoraði Brennan Johnson eina mark fyrri hálfleiks. Pape Matar Sarr bætti við öðru markinu á 52. mínútu og Dominic Solanke gerði það þriðja á 68. mínútu.

Ajax vann sannfærandi sigur á Besiktas.
Ajax vann sannfærandi sigur á Besiktas. AFP/John Thys

Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans hjá hollenska liðinu Ajax unnu sannfærandi sigur á Besiktas á heimavelli, 4:0. Kristian kom inn á sem varamaður á 66. mínútu.

Franska liðið Lyon vann sterkan heimasigur á Olympiacos frá Grikklandi, 2:0. Rayan Cherki og Said Benrahma gerðu mörk heimamanna.

Önnur úrslit kvöldsins:
Fenerbahce 2:1 Royale Union SG
Malmö 0:2 Rangers
Roma 1:1 Athletic Bilbao
Braga 2:1 Maccabi Tel Aviv
Frankfurt 3:3 Plzen
FCSB 4:1 RFS

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert