Valsarinn fyrrverandi slær í gegn

Kasper Høgh í treyju Vals.
Kasper Høgh í treyju Vals. Ljósmynd/Valur

Framherjinn Kasper Høgh skoraði eitt og lagði upp annað í 3:2-sigri Bodø/Glimt á Porto á Aspmyra-vellinum í Bodø. Fyrir fjórum árum lék hann með Val í Bestu deild karla.

Høgh er þriðji markahæsti leikmaður norsku deildarinnar með tíu mörk en hann var keyptur til liðsins frá Stabæk í janúar. Hinn 23 ára gamli Høgh kostaði rúmar hundrað milljónir íslenskra króna en fáir muna eftir tíma hans á Íslandi.

Framherjinn stóri lék á lánssamning hjá Val frá Randers í Danmörku síðari hluta tímabilsins 2020 og kom fimm sinnum inn af varamannabekknum fyrir Hlíðarendaliðið en skoraði ekki mark. Valur endaði sem Íslandsmeistari en keppni var stöðvuð eftir átján leiki vegna Covid-19.

Bodø/Glimt er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með sjö stiga forskot á Brann í öðru sæti eftir 23 leiki.

Høgh í treyju Bodø/Glimt.
Høgh í treyju Bodø/Glimt. Ljósmynd/UEFA.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert