Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum

Glódís Perla Viggósdóttir fékk rauða spjaldið í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir fékk rauða spjaldið í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í dag.

Glódísi var vísað af velli á 51. mínútu í dag þegar Bayern sótti Werder Bremen heim í þýsku 1. deildinni en þá fékk hún sitt annað gula spjald eftir að hafa áður verið spjölduð í fyrri leiknum.

Hún er því á leið í sitt fyrsta leikbann sem atvinnumaður.

Brottvísunin kom ekki að sök fyrir þýsku meistarana sem unnu 4:0 þrátt fyrir að staðan væri aðeins 1:0 þegar Glódís hvarf af velli.

Lea  Schuller skoraði í fyrri hálfleik og Þær Georgia Stanway, Pernille Harder og Jovana Damjanovic bættu við mörkum á síðustu 20 mínútunum.

Bayern er því aftur á toppi deildarinnar með 12 stig úr fyrstu fjórum leikjunum en Leverkusen er með 10 stig og RB Leipzig 9 í næstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert