Napoli á toppinn - Albert í byrjunarliðinu

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Napoli fór á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu eftir 2:0-sigur gegn Monza í dag.  

Matteo Politano kom Napoli yfir á 22. mínútu. 11 mínútum síðar tvöfaldaði Khvicha Kvaratskhelia forystu Napoli eftir stoðsendingu frá Scott McTominay.  

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og er Napoli á toppi deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir 

Albert í byrjunarliðinu í fyrsta skipti

Fiorentina gerði markalaust jafntefli gegn Empoli í ítölsku A-deildinni dag. Albert Guðmundsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Fiorentina og spilaði fyrstu 71 mínútu leiksins.  

Fiorentina er í 11. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki.

Antonio Conte er stjóri Napoli.
Antonio Conte er stjóri Napoli. AFP/Carlo Hermann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert