Vilja minnka framlag til kvennaknattspyrnunnar

Stuðningsmenn Real Madrid.
Stuðningsmenn Real Madrid. AFP/Oscar Del Pozo

Stórveldið Real Madrid vill skerða fjárframlög til kvennaknattspyrnunnar. Spænski fjölmiðillinn Relevo greinir frá þessu.

Framlag efstu deilda karla á Spáni til efstu deildar kvenna er hluti af fimm ára styrktarverkefni að verðmæti 40 milljóna evra sem miðar að því að styðja við kvennadeildina. Í ár nemur styrkurinn sex milljóna evra. Á næsta ári verður styrkurinn átta milljónir og mun síðan ná tíu milljónum síðustu tvö árin.

Fjármagnið er dregið af heildartekjum efstu tveggja deilda karla sem nær yfir 42 félög. Hins vegar eru aðeins 13 af þessum félögum með lið í efstu deild kvenna á Spáni.

Fulltrúi Real Madrid er sagður hafa sagt Javier Tebas, forseta efstu deildar karla á Spáni, á fundinum: „Þetta er of há upphæð, það þarf að skera þetta framlag niður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka