Freyr tjáði sig um landsliðið

Freyr Alexandersson hefur verið orðaður við landsliðið.
Freyr Alexandersson hefur verið orðaður við landsliðið. Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska liðsins Kortrijk, hefur verið orðaður við starf íslenska karlalandsliðsins eftir að Norðmaðurinn Åge Hareide lét af störfum í vikunni.

Freyr var spurður út í orðróminn á blaðamannafundi Kortrijk í gær.

„Það er eðlilegt að fjölmiðlar skrifi um mig því ég hef starfað fyrir KSÍ áður,“ svaraði Freyr en hann var aðalþjálfari kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið.

„Ég er ánægður með að fólkið heima hafi ekki gleymt mér. Ég er samt enn ungur og þessir orðrómar skipta engu máli,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka