Þórir furðulostinn á ákvörðun sambandsins

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. AFP/Jonathan Nackstrand

Þórir Hergeirsson er mjög ósáttur við ákvörðun evrópska handknattleikssambandsins um að leyfa Norðmönnum ekki að skilja tvo leikmenn eftir heima og taka í stað afrit af vegabréfum þeirra með á Evrópumótið í handknattleik. 

Leikmennirnir Kristina Sirum Novak og Maja Furu Sæteren eru varamenn í norska landsliðshópnum en sambandið þarlendis ákvað að skilja þær tvær eftir til að spara pening. 

Lögðu þær fram af­rit af vega­bréf­um sín­um, sem norska hand­knatt­leiks­sam­bandið hélt að væri gott og gilt. Hins veg­ar tók evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bandið það ekki í mál.

Skil þetta ekki

Í samtali við NRK segist Þórir ekki skilja ákvörðun evrópska handknattleikssambandsins. 

„Við áttum okkur ekki á ákvörðuninni. Það stendur ekkert um þetta í reglugerðinni sem við fengum. 

Þar stendur að þú getir skráð allt að tuttugu leikmenn á skýrslu, en ekkert um að leikmaðurinn verði að vera viðstaddur og skila inn vegabréfi. Sambandið fékk vegabréfin rafrænt og það ætti ekki að skipta því neinu máli hvar leikmennirnir eru.

Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Þórir. 

Norska landsliðið vann Slóveníu í fyrsta leik sínum í Innsbruck í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka