Arsenal og Mónakó áttust við í 6. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld og lauk leiknum með sigri Arsenal, 3:0. Leikið var á Emirates leikvanginum í London.
Eftir leikinn er Arsenal með 13 stig í þriðja sæti deildarinnar en Mónakó er með 10 stig í 15. sæti.
Leikurinn fór frekar rólega af stað en fljótlega eftir 10. mínútu leiksins foru leikmenn Arsenal að ógna marki Mónakó af fullri alvöru.
Eftir nokkur fín færi sem enduðu framhjá marki Monaco fékk Gabriel Jesus stórkostlegt færi þegar hann komst aleinn inn fyrir vörn Mónakó en Radoslaw Majecki sá við honum.
Aðeins þremur mínútu seinna var Jesus aftur í dauðafæri Majecki varði aftur stórkostlega.
Eina mark fyrri hálfleiks kom á 34 mínútu eftir frábæra sókn hjá liði Arsenal. Gabriel Jesus átti flotta sendingu fyrir markið eftir að hafa fengið glæsilega stungusendingu og Bukayo Saka afgreiddi boltann í netið á fjær stönginni.
Leikmenn Arsenal fengu nokkur hálffæri eftir þetta en tókst ekki að skora.
Staðan í hálfleik verðskulduð 1:0 fyrir Arsenal.
Það var ein skipting í hálfleiknum og fór Soungouto Magassa af velli í liði Mónakó í staðinn fyrir Takumi Minamino. Það reyndist vítamínsprauta í sóknarleik gestanna sem voru mun hættulegri í seinni hálfleiknum.
Thilo Kehrer fyrirliði Mónakó átti fyrsta færi seinni hálfleiks þegar skalli hans fór rétt framhjá í alvöru færi.
Á 65. mínutu kom besta færi Mónakó fram að þeim tímapunkti þegar Breel Embolo komst í dauðafæri í liði Mónakó en skot hans rétt framhjá.
Eftir þetta var leikurinn nokkuð jafn þó Mónakó væri jafnvel aðeins hættulegri. Á 66 mínútu átti þó Martin Ödegaard skot beint á Radoslaw Majecki í marki Mónakó úr sannkölluðu dauðafæri.
Á 78. Mínútu komst lið Arsenal í 2:0 eftir skelfileg mistök í öftustu vörn Mónakó. Radoslaw Majecki gefur boltann til hægri eftir útspark. Þar er varnarmaður Mónakó sem gefur boltann þvert yfir teiginn. Kai Havertz og Bukayo Saka pressuðu, náðu boltanum og Saka skoraði auðveldlega.
10 mínútum seinna sótti Arsenal að marki Mónakó. Hörkuskot Saka leitaði í lappirnar á Kai Havertz sem skoraði og kom Arsenal í 3:0. Eftir á að hyggja er spurning hvort um sjálfsmark hafi verið að ræða af hálfu fyrirliðans Thilo Kehrer.
Mónakó gerði stuttu fyrir þriðja markið þrefalda skiptingu á liði sínu og freistaði þess að komast aftur inn í leikinn. Það gekk ekki og Arsenal fór með verðskuldaðan sigur af hólmi á heimavelli sínum 3:0.