Gestgjafalönd HM 2030 og 2034 staðfest

Gianni Infantino, forseti FIFA, í ræðustól á þingi sambandsins í …
Gianni Infantino, forseti FIFA, í ræðustól á þingi sambandsins í dag. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti rétt í þessu hvar heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fer fram árið 2030.

Mótið fer fram í hvorki fleiri né færri en sex löndum í þremur heimsálfum. Gestgjafaþjóðirnar eru þrjár, Marokkó, Portúgal og Spánn, en Úrúgvæ, Argentína og Paragvæ fá öll einn leik í sínum heimalöndum í tilefni þess að 100 ár verða liðin frá því fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Úrúgvæ árið 1930.

Strax í kjölfarið var staðfest að heimsmeistaramótið árið 2034 færi fram í Sádi-Arabíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert