Mbappé haltraði af velli

Kylian Mbappé fór meiddur af velli í gær.
Kylian Mbappé fór meiddur af velli í gær. AFP/Marco Bertorello

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé haltraði af velli er spænska liðið Real Madrid vann sigur á Atalanta frá Ítalíu, 3:2, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.

Mbappé kom Real yfir á tíundu mínútu en fór af velli á þeirri 36. Meiðslin eru væntanlega ekki mjög alvarleg en Carlo Ancelotti, stjóri Real, tjáði sig um þau í viðtali við ESPN eftir leik.

„Hann fann fyrir í lærinu og gat ekki tekið spretti. Við neyddumst því til að skipta honum af velli. Við bíðum og sjáum en þetta lítur ekki mjög illa út,“ sagði Ítalinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert