SR lagði Björninn í kvöld

SR-ingar skora gegn Birninum í kvöld.
SR-ingar skora gegn Birninum í kvöld. Morgunblaðið/Golli

Skautafélag Reykjavíkur sigraði lið Bjarnarins í kvöld, 7:5 í skemmtilegum leik á Íslandsmóti karla í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. SR er þá komið með 29 stig í öðru sæti deildarinnar en SA er með 32 stig og á tvo leiki til góða. Björninn er með 10 stig í þriðja sæti og getur ekki lengur náð öðru sætinu af SR.

Björninn átti þó betri byrjun og komst tveimur mörkum yfir með mörkum frá Sergei Zak og Brynjari Þórðarsyni en Egill Þormóðsson minnkaði muninn fyrir SR-inga og staðan því 1:2 eftir fyrstu lotu.

Egill hélt síðan uppteknum hætti og skoraði næstu tvö mörk fyrir SR-inga og kom þeim yfir áður en önnur lota var á enda runnin. SR-ingar héldu áfram á sömu braut í þriðju lotu og bættu við tveimur mörkum og staðan því orðin vænleg enda þeir komnir í 5:2.

Bjarnarmenn gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og jöfnuðu leikinn á skömmum tíma en jöfnunarmarkið kom þegar enn lifðu rúmar sjö mínútur leiks. En lokakaflinn var SR-inga og Björn Róbert Sigurðarson kom þeim yfir með góðu marki. Undir lok leiksins brugðu Bjarnarmenn á það ráð að taka markmann sinn af velli en það gekk ekki upp sem skildi. Ragnar Kristjánsson náði að bæta við marki er hann skoraði í  autt netið þegar 5 sekúndur voru til leiksloka og lokastaðan því 7:5.

Mörk SR:

Egill Þormóðsson 3/0
Ragnar Kristjánsson 2/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Björn Róbert Sigurðarson 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Helgi Páll Þórisson0/1

Brottvísanir: 72  mín.

Mörk Bjarnarins:

Sergei Zak1/4
Brynjar Þórðarson 1/0
Vilhelm Már Bjarnason 1/0
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/2
Matthías S. Sigurðsson 0/1

Brottvísanir: 26 mín.

Pétur Maack hjá SR og Róbert Freyr Pálsson hjá Birninum …
Pétur Maack hjá SR og Róbert Freyr Pálsson hjá Birninum eigast við í leiknum í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Vilhelm Már Bjarnason, fyrirliði Bjarnarins, þjarmar að Tómasi Tjörva Ómarssyni …
Vilhelm Már Bjarnason, fyrirliði Bjarnarins, þjarmar að Tómasi Tjörva Ómarssyni hjá SR í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka