Norðmenn unnu boðgönguna

Johannes Høsflot Klæbo á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang.
Johannes Høsflot Klæbo á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. AFP

Norðmenn báru sigur úr býtum í boðgöngu karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang.

Fjórir 10 kílómetra sprettir voru gengnir og var keppnin afar spennandi. Rússar urðu í 2. sæti og Frakkar í því þriðja.

Johannes Høsflot Klæbo skilaði sigrinum í hús fyrir Norðmenn með góðum endaspretti við mikinn fögnuð áhorfenda en Rússinn Denis Spitsov sótti hart að honum. Lokatími norsku sveitarinnar var 1:33:04,9. Rússarnir komu í markið 9,4 sekúndum seinna og Frakkar 36,9 sekúndum seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert