Aníta fyrst í mark á mótsmeti

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremsta hlaupakona landsins, Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, kom fyrst í mark í 1.500 metra hlaupi í Bikarkeppninni í frjálsum íþróttum í Kaplakrika í dag. Hún hljóp á 4:34,68 mínútum, sem er nýtt mótsmet, en 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar. María Birkisdóttir úr FH varð önnur á 4:43,45 mínútum og Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni/Aftureldingu varð þriðja á 4:54,29 mínútum.

FH-ingurinn Kristinn Torfason stökk lengst í þrístökki karla, 14,63 metra. Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR, varð annar með 14,19 metra og Bjarki Rúnar Kristinsson keppti fyrir Breiðablik og stökk 14,01 metra. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR varpaði kúlu lengst 13,68 metra og varð efst. Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki varð önnur með 13,18 metra og Thelma Björk Einarsdóttir, HSK, kastaði 13,03 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert