Tiana fljótust í 60 metra hlaupi

Tiana Ósk Whitworth kom fyrst í mark.
Tiana Ósk Whitworth kom fyrst í mark. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmethafinn Tiana Ósk Whitworth úr ÍR kom fyrst í mark á 60 metra hlaupi í Bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika í dag. Kom hún í mark á 7,62 sekúndum sem er 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH varð önnur á 7,71 sekúndu og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, þriðja á 7,81 sekúndu.

María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann í 60 metra grindahlaup á 8,81 sekúndu, Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki, varð önnur á 8,85 sekúndu og Helga Margrét Haraldsdóttirm ÍR, varð þriðja á 9,03 sekúndum. Irna og Helga bættu sinn besta árangur í hlaupinu.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS vann 60 metra hlaup karla á 6,96 sekúndum, FH-ingurinn Dagur Andri Einarsson varð annar á 7,04 sekúndum og í þriðja sæti varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Fjölni/Aftureldingu á 7,10 sekúndum. 

Einar Daði Lárusson úr ÍR vann 60 metra grindahlaup karla á 8,39 sekúndum. Ísak Óli Traustason, UMSS varð annar á 8,85 sekúndum og FH-ingurinn Guðmundur Heiðar Guðmundsson varð 3. á 8,64 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert