Kristján úr leik í undanúrslitum á HM

Kristján Helgason, Íslandsmeistari í snóker.
Kristján Helgason, Íslandsmeistari í snóker.

Kristján Helgason, Íslandsmeistari í snóker, tapaði í undanúrslitum heimsmeistaramóts áhugamanna sem fram fer á Möltu um þessar mundir.

Kristján atti kappi við Adam Stefanow frá Póllandi og komst í 3:1 forystu áður en hann tapaði þremur römmum í röð og féll þar með úr leik.

Kristján hafði aðeins tapað þremur römmum á öllu mótinu fyrir þessa rimmu og vann m.a. 4:0 sigur á Andrew Petrow frá Eistlandi í 32-manna úrslitunum og Marcin Nitschke frá Póllandi í 8-manna. Hann vann svo Kishan Hirani frá Wales í 8-manna úrslitunum áður en hann mætti Stefanow með fyrrgreindum árangri.

Þó Kristján sé úr leik að sinni hefur hann öðlast þátttökurétt í undankeppni heimsmeistaramóts atvinnumanna sem haldin verður í Englandi í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert