Andrea og Arnar unnu Víðavangshlaup ÍR

Kristinn Þór Kristinsson, Arnar Pétursson og Ingvar Hjartarson.
Kristinn Þór Kristinsson, Arnar Pétursson og Ingvar Hjartarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðavangshaup ÍR fór fram í dag þar sem 550 keppendur voru skráðir til leiks í 5 km. hlaupi en 50 í 2,7 km. skemmtiskokki sem ræst var í skömmu síðar. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og í dag er mótið jafnframt Meistaramót Íslands í 5 km. götuhlaupi og fyrsta mótið á Powerade mótaröðinni.

Andrea Kolbeinsdóttir kemur hér í mark.
Andrea Kolbeinsdóttir kemur hér í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrea Kolbeinsdóttir vann í kvennaflokki á 17:33 mínútum, Elín Edda Sigurðardóttir varð í 2. sæti á 18:04, báðar úr ÍR, og Íris Anna Skúladóttir í þriðja sæti á 18:45 en hún keppir fyrir hönd Fjölnis.

Í karlaflokki var það ÍR-ingurinn Arnar Pétursson sem stóð uppi sem sigurvegari á 15:35. Næstur kom Kristinn Þór Kristinsson úr Selfossi á 16:01 og Ingvar Hjartarson úr Fjölni varð í 3. sæti á 16:14.

Elín Edda Sigurðardóttir kemur í mark.
Elín Edda Sigurðardóttir kemur í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ingvar Hjartarson.
Ingvar Hjartarson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Arnar Pétursson.
Arnar Pétursson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Andrea Kolbeinsdóttir kemur fyrst í mark.
Andrea Kolbeinsdóttir kemur fyrst í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krist­inn Þór Krist­ins­son.
Krist­inn Þór Krist­ins­son. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert