Yfirburðir hjá Eygló Ósk

Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir að hún kom fyrst í mark …
Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir að hún kom fyrst í mark í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi í önnur gullverðlaun sín á Íslandsmótinu í sundi í Laugardalslaug í dag er hún kom fyrst í mark í 100m baksundi. Hún synti á 1:02,45 sekúndum og var fimm sekúndum á undan næstu keppendum. 

Anton Sveinn McKee náði einnig í sín önnur gullverðlaun er hann kom fyrstur í mark í 50m bringusundi. Hann synti á 28,87 sekúndum og hafði nokkra yfirburði. 

Kristinn Þórarinsson nældi í tvenn gullverðlaun í dag. Annars vegar kom hann fyrstur í mark í 100 metra baksundi og hins vegar í 200 metra fjórsundi. Baksundið synti hann á 57,51 sekúndum og fjórsundið á 2:13,40 mínútum. 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti 100m skriðsund á 58,92 sekúndum og tók gullið og Aron Örn Stefánsson kom fyrstur í mark í 100 skriðsundi karla á 50,85 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert