Kolbeinn fjórði í Liechtenstein

Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn Höður Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Höður Gunnarsson hafnaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á Smáþjóðameistaramótinu í frjálsíþróttum í Liechtenstein í dag. Kolbeinn hljóp á 10,79 sekúndum, sem er um 0,2 sekúndum frá hans besta árangri.

Ari Bragi Kárason tók fimmta sætið í sama hlaupi er hann hljóp á 10,94 sekúndum, 0,4 sekúndum frá hans besta árangri. 

Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fjórða í kúluvarpi. Hún kastaði lengst 14,26 metra og var 0,01 metra frá 3. sætinu. Erna var rúmum metra frá sínum besta árangri í greininni.

María Rún Gunnlaugsdóttir var fjórða í 100 metra grindahlaupi á 14,38 sekúndum, sem er hennar besti árangur. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth urðu í 4. og 5. sæti í 100 metra hlaupi kvenna. Guðbjörg hljóp á 11,72 sekúndum og Tiana á 11,87 sekúndum, sem er nálægt þeirra besta árangri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert