Aníta á besta tíma ársins

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Stokkhólmi í dag. Hún hljóp á 2:02,21 mínútum sem er besti tími hennar á árinu.

Íslandsmet Anítu er 2.00,5 sem hún setti á samskonar móti í Ósló í fyrra. Besti tími Anítu í ár fyrir hlaupið í dag var 2:02,68 sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í febrúar. 

Shume Regasa frá Eþíópíu sigraði í hlaupinu á 2:01,16 mínútum og Onnut var Halimah Nakaayi frá Úganda var önnur á 2:01,37 mínútum. Shelayna Oskan-Clarke frá Bretlandi varð þriðja á 2:02,09 mínútum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert