Ólympíumeistarinn greindist með krabbamein

Jessica Diggins og Kikkan Randall, til hægri, fagna eftir sigurinn …
Jessica Diggins og Kikkan Randall, til hægri, fagna eftir sigurinn í sprettgöngunni. AFP

Hin bandaríska Kikkan Randall, sem vann gullverðlaun í liðakeppni í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu snemma á þessu ári, upplýsti á Facebook-síðu sinni að hún hafi greinst með brjóstakrabbamein.

Randall er 35 ára gömul og á tveggja ára son. Hún ásamt Jessie Diggins tryggði Bandaríkjamönnum fyrstu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum.

„Þó svo að þetta hafi greinst snemma og horfunar séu góðar mun líf mitt breytast á næstu mánuðum. Ég ætla að koma með eins mikla þrautseigju, styrk og orku í átt að þessari áskorun og ég hef gert á öllum mínum ferli,“ skrifar Randall á Facebook-síðu sína en hún er kominn til Anchorage í Alaska í meðferð og hefur gengist undir fyrstu lyfjameðferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert