Thelma skákaði Ásdísi

Ásdís Hjálmsdóttir fékk tvö gull og eitt silfur.
Ásdís Hjálmsdóttir fékk tvö gull og eitt silfur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í 92. sinn á Sauðárkróki um helgina. Eitt Íslandsmet var slegið, ólympíufari vann tvær greinar og fékk eitt silfur og Evrópumeistari vann þrjú gull og eitt silfur.

Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur í þrígang keppt í spjótkasti á Ólympíuleikunum, vann greinina örugglega, eins og við var að búast. Hún kastaði 57,74 metra, 15 metrum meira en næstu keppendur. Kastið er nokkuð frá hennar besta, en rok og rigning settu strik í reikninginn hjá keppendum.

Í kúluvarpi vann Ásdís einnig öruggan sigur en hún varpaði kúlunni 15,11 metra og setti hún mótsmet í báðum greinum.

Í kringlukasti varð Ásdís hins vegar að játa sig sigraða eftir harða keppni við Thelmu Lind Kristjánsdóttur sem kastaði 49,85 metra, Ásdís kastaði 48,18 metra og varð önnur. Í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina, hrósaði hún Thelmu í hástert. „Ég er mjög ánægð fyrir hennar hönd. Thelma var bara betri í dag, hún stóð sig mjög vel í dag og mér finnst æðislegt að sjá þessar ungu stelpur,“ sagði Ásdís.

Greinina má sjá í heild sinni í íþróttblaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun ásamt frekari umfjöllun um Meistaramótið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert