Guðni Valur setti mótsmet í Manchester

Íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel í Manchester í gær.
Íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel í Manchester í gær. Ljósmynd/FRÍ

Guðni Valur Guðnason gerði sér lítið fyrir í gær og setti mótsmet í kringlukasti á Manchester Initernational-frjálsíþróttamótinu sem fram fór á Englandi í gær. Guðni Valur kastaði kringlunni 62,91 best og hafnaði í 1. sæti. Þá endaði Guðni í 3. sæti í kúluvarpi þar sem hann kastaði 17,35 metra og var hann einungis 2 sentimetrum frá sínum besta árangri.

Hafdís Sigurðardóttir gerði það gott í langstökki en hún stökk 6,24 metra og endaði í fyrsta sæti. Ívar Kristinn Jasonarson hafnaði í 5. sæti í 400 metra grindarhlaupi en hann kom í mark á tímanum 51,76 sekúndum. Þetta var í fyrsta skipti sem Ívar hleypur á undir 52 sekúndum og er þetta þriðji besti tími sem mælst hefur í greininni frá upphafi.

Þá hafnaði Hlynur Andrésson í 4. sæti í 1.500 metra hlaupi, Kristín Karlsdóttir varð í fimmta sæti í kringlukasti og Hilmar Örn Jónsson endaði í 4. sæti í sleggjukasti en hann kastaði sleggjunni 64,42 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert