Conor McGregor gæti hætt

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Conor McGregor mun hætta í UFC ef hann tapar gegn Khabib Nurmagomedov en bardaginn fer fram í Las Vegas 6. október. Þetta er mat MMA-sérfræðingsins Robin Black.

„Það er til mikils að vinna fyrir þá báða, en þeir geta líka tapað miklu.“

„Ef McGregor tapar mun hann hætta. Ef Khabib tapar bardaganum er hann ekki lengur ósigraður og að tapa fyrir einhverjum eins og McGregor, þegar allt er undir, er mjög sársaukafullt. Slík töp geta haft slæm áhrif á bardagakappa. Sjáið bara hvað kom fyrir José Aldo.“

Slæmt blóð hefur verið á milli þeirra síðan McGregor kastaði kerru úr járni í gegnum gluggann á rútu Nurmagomedov. McGregor var í kjölfarið handtekinn og dæmdur til þess að sinna samfélagsþjónustu í fimm daga.

Allt stefnir í að þetta verði einn stærsti bardagi allra tíma í UFC. Það eru gríðarlegir fjármunir undir, bæði fyrir bardagakappana og ekki síður fyrir UFC sem hefur hagnast mikið á bardögum McGregor í gegnum tíðina.

Khabib Nurmagomedov hefur ekki tapað bardaga á ferlinum.
Khabib Nurmagomedov hefur ekki tapað bardaga á ferlinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert