Stefnan sett á stórmót með nýrri boðhlaupssveit

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir nýkrýndur ólympíumeistari æskunnar er í boðhlaupssveitinni.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir nýkrýndur ólympíumeistari æskunnar er í boðhlaupssveitinni. mbl.is/​Hari

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sett saman öfluga boðshlaupssveit og er markmiðið að hún taki þátt í stórmóti.

Á vef Frjálsíþróttasambands Íslands segir;

„Í sumar tók Þorkell Stefánsson við sem umsjónarmaður boðhlaupsverkefnis FRÍ. Markmiðið er að setja saman sterka íslenska boðhlaupssveit þar sem reglulega verða haldnar skipulagðar æfingar. Ísland hefur aldrei átt jafn marga sterka spretthlaupara og nú og því er markið sett hátt og stefnan sett á stórmót.“

Í sveitinni er meðal annars nýkrýndur ólympíumeistari ungmenna og Evrópumeistari 17 ára og yngri, Íslandsmethafar í 60 og 200 metra hlaupi kvenna sem og Íslandsmethafar í 100 og 200 metra hlaupi karla.

Boðshlaupssveitin er þannig skipuð:

<strong>Konur:</strong>

Andrea Torfadóttir (FH)

Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik)

Dóróthea Jóhannesdóttir (FH)

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR)

Hafdís Sigurðardóttir (UFA)

Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir (ÍR)

Tiana Ósk Whitworth (ÍR)

Þórdís Eva Steinsdóttir (FH)

<strong>Karlar:</strong>

Ari Bragi Kárason (FH)

Dagur Andri Einarsson (FH)

Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR)

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (UMSS)

Juan Ramon Borges (Breiðablik)

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH)

Kormákur Ari Hafliðason (FH)

Kristófer Þorgrímsson (FH)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert