Heildarstigin í kjöri íþróttamanns ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir kom upp fyrr í kvöld sem knattspyrnukona …
Sara Björk Gunnarsdóttir kom upp fyrr í kvöld sem knattspyrnukona ársins, ásamt Sigurði Aðalsteinssyni, föður Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var valinn knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2018 fengu afgerandi kosningu hver um sig. Íþróttamaður ársins, Sara Björk Gunnarsdóttir, fékk 464 stig, Júlían J.K. Jóhannsson varð í öðru sæti með 416 stig og Gylfi Þór Sigurðsson hafnaði í þriðja sæti með 344 stig.

Eftir það var langt bil niður í fjórða sætið þar sem Guðjón Valur Sigurðsson var með 164 stig. 

Þrjátíu starfandi íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í kjörinu og völdu tíu íþróttamenn hver. Sá efsti fékk 20 stig, næsti 15 stig, þriðji 10 stig og aðrir frá sjö og niður í eitt stig.

Heildarstigin í kjörinu á íþróttamanni ársins 2018 eru þannig:

1. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna - 464
2. Júlian J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar- 416
3. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna- 344
4. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur - 164
5. Alfreð Finnbogason, knattspyrna - 136
6. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna - 124
7-8. Haraldur Franklín Magnús, golf - 95
7-8. Guðbjörn Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir - 95
9. Valgarð Reinhardsson, fimleikar - 58
10. Martin Hermannsson, körfuknattleikur- 56
11. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf - 49
12. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna - 39
13. Aron Pálmarsson, handknattleikur - 25
14. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra - 18
15. Arnór Sigurðsson, knattspyrna - 17
16. Andrea Sif Pétursdóttir, fimleikar - 16
17. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf - 15
18. Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra - 12
19. Axel Bóasson, golf - 11
20. Anton Sveinn McKee, sund - 9
21-23. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir - 4
21-23. Arnar Davíð Jónsson, keila - 4
21-23. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur - 4
24. Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna - 3
25-29. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir - 2
25-29. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar - 2
25-29. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna - 2
25-29. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir - 2
25-29. Sif Atladóttir, knattspyrna - 2
30-31. Birgir Leifur Hafþórsson, golf - 1
30-31. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar - 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert