Landsliðið í golfi lið ársins 2018

Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson og Birgir …
Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson fagna Evrópumeistaratitlinum.

Landsliðið í golfi er lið ársins 2018 eftir að hafa orðið hlutskarpast í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en kjörinu var lýst í Hörpu í Kvöld. Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson skipa liðið sem varð Evrópumeistari blandaðra landsliða fyrr á árinu. 

Karlalið ÍBV varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á árinu og hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum hafnaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Portúgal og hafnaði í þriðja sæti í kjörinu. 

Svona fór kosningin sem Samtök íþróttafréttamanna stóð fyrir:

1. Landslið Íslands í golfi, 90 stig
2. Karlalið ÍBV í handbolta, 83 stig
3. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 40 stig
4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta, 35 stig
5. Karlalið KR í körfubolta, 12 stig
6. Karlalið Vals í fótbolta, 6 stig
7. Karlalandslið Íslands í fótbolta, 4 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert