Landsliðið mætt til Belgíu

Íslenska karlalandsliðið fyrir brottförina til Belgíu.
Íslenska karlalandsliðið fyrir brottförina til Belgíu. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í blaki hélt í morgun út til Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir síðustu leikina í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið mun æfa með U20 ára landsliði Belga og mæta liði Vosselaar í æfingaleik áður en það mætir Moldóvu ytra á sunnudag, 6. janúar. Loks kemur liðið heim og mætir Slóvakíu í Digranesi 9. janúar.

Hópinn skipa eftirfarandi leikmenn:

Kristján Valdimarsson, Theódór Óskar Þorvaldsson, Hafsteinn Valdimarsson, Alexander Arnar Þórisson, Ævarr Freyr Birgisson, Benedikt Tryggvason, Galdur Máni Davíðsson, Sigþór Helgason, Máni Matthíasson, Ragnar Ingi Axelsson, Arnar Birkir Björnsson. Lúðvík Már Matthíasson átti að ferðast með liðinu en er meiddur.

Kvennalandsliðið er einnig í eldlínunni, mætir Slóveníu ytra á sunnudag og Belgíu heima á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert