Patriots í sögubækurnar

Julian Edelman var valinn maður leiksins.
Julian Edelman var valinn maður leiksins. AFP

New England Patriots vann sjötta meistaratitil sinn í NFL-ruðningnum eftir sigur, 13:3, á Los Angeles Rams í Ofurskálarleiknum í Atlanta í nótt, í leik sem olli miklum vonbrigðum hvað skemmtanagildið varðar.

Í fyrri hálfleiknum voru það varnir liðanna sem stjórnuðu leiknum. Sóknarleikur Rams var í algerri rúst. Liðið þurfti að sparka boltanum í burt sex sinnum í hálfleiknum, en það var litlu betra hjá Patriots. Tom Brady gerði nokkuð vel í að koma Patriots í færi til að skora, en liðið missti tvö ákjósanleg færi til að skora snertimark. 3:0 var staðan fyrir Patriots í hálfleik.

Þessi staða kom á óvart þar sem þetta eru góð sóknarlið og flestir sérfræðingar biðu eftir flugeldasýningu í seinni hálfleiknum. Hún kom aldrei.

Leikurinn hélt áfram að einkennast af algerum yfirburði varnarliðanna í seinni hálfleiknum og það var ekki fyrr en sjö mínútur voru eftir af leiknum, þegar staðan var 3:3 og allt var í járnum, að Tom Brady náði loks sóknarliði sínu í gang og það var enn á ný Rob Gronskowski sem hjálpaði honum með því að grípa tvær mikilvægar sendigar. Þessir kappar hafa verið aðalmenn New England um árabil og þegar mest á reyndi tóku þeir af skarið.

Það var reyndar Sony Michel sem náði að ryðja tuðrunni í endamarkið á sókninni, en þeir Brady og Gronkowski lögðu þetta upp fyrir Michel.

Beðið eftir svari

Þeir sem bjuggust við einhverju svari Los Angeles síðustu mínúturnar urðu fljótt vonsviknir því varnarlið Patriots hreinlega hafði Rams í vasanum. Rams náði ekki einu sinni að þefa af endamarkinu – hvað þá að vera í stöðu til að skora.

Ótrúleg vonbrigði fyrir þá sem bjuggust við tveimur góðum sóknarliðum sem myndu skemmta fólki.

David Andrews #60, James Develin #46 og Sony Michel #26 …
David Andrews #60, James Develin #46 og Sony Michel #26 fagna eina snertimarki leiksins sem Michel skoraði. AFP

Ekki það að leikurinn hafi verið illa leikinn eða óspennandi, en aðdáendur NFL-deildarinnar hafa vanist mikilli stigaskorun og sveiflu í skorun í leikjum undanfarinna ára. Það gerðist aldrei hér.

Gamall rígur borga

Fyrir leikinn veðjuðu flestir sérfræðingar á sigur hjá New England, mestmegnis vegna reynslu liðsins í þessum leikjum. Í gegnum áratugina hafa lið oft mætt í þennan úrslitaleik og brotnað undir þrýstingnum.

Los Angeles var einnig heppið að vera í þessum leik, þar sem slæm dómaramistök seint í undanúrslitaleiknum gegn New Orleans Saints stálu unnum leik af heimamönnum Saints.

Það er hins vegar ekki spurt að leikslokum og þrátt fyrir dramatískan feril liðanna í úrslitin, voru þetta tvö af fjórum bestu liðinum.

Það var einnig við hæfi að lið frá Boston og Los Angeles væru í úrslitunum. Það hefur verið mikill íþróttarígur milli þessara borga síðan á sjöunda áratugnum þegar Lakers og Celtics hófu sína sögulegu baráttu (liðin hafa ellefu sinnun barist um titilinn í NBA). Boston Red Sox unnu meistaratitilinn í hafnaboltanum í haust gegn Los Angeles Dodgers og í gegnum áratugina þekkja margir íþróttaunnendur hrópin í Boston: „Beat LA!”

Það var ekki aðeins menningarlegur mismunur borganna tveggja sem hér rakst á. Bill Belicheck, þjálfari New England, er tvisvar sinnum eldri (66) en Sean McVay hjá Rams. Hann er yngsti þjálfarinn sem hefur komið liði sínu í úrslitaleikinn. Hið sama má segja um leikstjórnenduna. Tom Brady (41) var sá elsti og Jared Goff (24) sá yngsti.

Tom Brady hefur sex sinnum unnið deildina með New England …
Tom Brady hefur sex sinnum unnið deildina með New England sem er met. AFP

Leikurinn vonbrigði

Það var ekki aðeins sjötti meistaratitill New England sem var sögulegur hér. Leikstjórnandinn Tom Brady var að leika sinn níunda ofurskálarleik (enginn annar leikstjórnandi hefur meiri en fjóra) og vann sinn sjötta titil – flesta sigra leikstjórnanda í þessum leikjum. „Ég hef verið í þeirri stöðu að tapa Ofurskálarleikjum og það er sálfræðilega mjög erfitt. Í kvöld var þetta mjög erfitt fyrir okkur, en við héldum alltaf áfram að berjast og við náðum loks að skora snertimark í lokin. Í svona leikjum verður maður bara að finna leið til að vinna.”

Það var kantmaðurinn Julian Edelman sem var kosinn maður leiksins, en hann var eini sóknarmaðurinn á vellinum sem gerði gæfumuninn í leiknum. „Þjálfararnir settu upp leikkerfi fyrir mig tvisvar á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleiknum og ég náði til boltans. Í kvöld náði ég að lifa enn á ný æskudrauminn minn og þetta er alltaf súrrealískt að vinna þessa leiki,” sagði Edelman að leikslokum.

Þetta var kannski ekki sá leikur sem flestir áttu von á - sem skemmtun var þessi leikur mikil vonbrigði. Lengi vel gerðist ekki neitt á vellinum fyrir utan erfiði varnarmanna sem voru að hemja sóknartilraunir andstæðinganna. Þetta var því skrítinn leikur samanborið við flesta leikina í deildarkeppninni og sérstaklega þá í úrslitakeppninni, en í flestum þeirra var mikið stigaskor og skemmtun.

Í tilfelli þeirra sem heima sátu og eyddu þremur til fjórum tímum í leikinn er heili þeirra nú að reyna að eyða þessari minningu áður en að þeir vakna í vinnuna á mánudagsmorgni.

Hinn sigursæli þjálfari New England, Bill Belichick, fagnar ásamt Lindu …
Hinn sigursæli þjálfari New England, Bill Belichick, fagnar ásamt Lindu Holliday að leiknum loknum. AFP
Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams.
Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert