Hafdís hafnaði í 16. sæti

Hafdís Sigurðardóttir hafnaði í 16. sæti á EM í Glasgow.
Hafdís Sigurðardóttir hafnaði í 16. sæti á EM í Glasgow. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafdís Sigurðardóttir hafnaði í 16. sæti í keppni í langstökki á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Glasgow í dag. Hafdís stökk lengst 6,34 metra, sem er nokkuð frá hennar besta. 

Hafdís gerði ógilt í fyrsta stökki, stökk 6,25 metra í öðru stökki sínu og svo 6,34 í þriðja og síðasta stökkinu, sem dugði ekki inn í úrslitin. Átta efstu stökkva í úrslitum á morgun.

Jahisha Thomas frá Bretlandi og Lauma Griva frá Lettlandi höfnuðu í sætunum fyrir ofan Hafdísi, einnig með stökk upp á 6,34, en næstlengsta stökkið þeirra var lengra en hjá Hafdísi. 

Ivana Spanovic frá Serbíu stökk lengst eða 6,79 metra, Maryna Bekh-Romanchuk stökk einum sentímetra styttra og Natassia Ivanova-Mironchyk varð þriðja, en hún stökk 6,77 metra. 

Ivana Spanovic stökk 6,79 metra í dag.
Ivana Spanovic stökk 6,79 metra í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert