Ætlar sér í úrslitin á EM

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Sigurgeirsson verður á ferð og flugi á þessu ári en hann freistar þess að vinna sig inn í skotfimikeppnina á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Þau eru ekki í styttri kantinum ferðalögin því Ásgeir á bæði eftir að fara á stór heimsbikarmót í Kína og Brasilíu á þessu ári. En næsta stórmót hjá honum er Evrópumeistaramótið sem hófst í Króatíu á sunnudaginn. Þangað er hann kominn ásamt Jórunni Harðardóttur en þau keppa bæði í loftskammbyssu á mótinu.

„Ég er búinn að keppa á fjórum mótum á þessu keppnistímabili og hefur bara gengið nokkuð vel á þeim mótum. Ég er því nokkuð bjartsýnn fyrir EM. Stefnan er að komast í úrslit á EM en ég hef þrívegis náð því á EM. Auðvitað vill maður alltaf bæta sig,“ sagði Ásgeir þegar Morgunblaðið tók hann tali en EM fer fram á hverju ári í skotfimi og er Ásgeir mættur á sitt þrettánda EM.

Nánar er rætt við Ásgeir í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert