Spilling tengd ÓL í Tókíó?

AFP

Forseti Ólympíusambandsins í Japan, Tsunekazu Takeda, hefur látið af störfum vegna ásakana um spillingu í tengslum við að Japan var úthlutað leikunum árið 2020. 

Takeda er til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í Frakklandi en grunur leikur á að greiddar hafi verið 2 milljónir evra til að tryggja Tókíó leikana 2020 en sú varð niðurstaðan og var tilkynnt um það árið 2013. Hinar borgirnar sem sóttust eftir gestgjafahlutverkinu voru Madríd og Istanbúl. 

Forsetatímabilinu hjá Takeda lýkur í júní og hann ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri en heldur þó fram sakleysi sínu í málinu. Japönsk yfirvöld hafa jafnframt fullyrt að ekkert athugavert hafi átt sér stað varðandi umsókn Tókíóborgar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert