Bikarmeistararnir örugglega í úrslit

KA-menn spila til úrslita á morgun.
KA-menn spila til úrslita á morgun. Ljósmynd/Blakfrettir.is

Deildarmeistarar KA mæta Álftanesi í úrslitaleik Kjörís-bikars karla í blaki í Digranesi á morgun eftir öruggan 3:0-sigur á Þrótti Neskaupstað í síðari undanúrslitaleik dagsins.

KA hafði mikla yfirburði í fyrstu hrinu og vann stórt, 25:11. Næstu tvær hrinur voru mikið jafnari en áfram unnu þó KA-menn, fyrst 25:22 og því næst 25:16. Stigahæstur var Miguel Mateo Castrillo í liði KA með 13 stig en Stefano Nassini Hidalgo var næstur með 11 stig. Þeir Atli Fannar Pétursson og Þórarinn Örn Jónsson skoruðu sex stig hvor fyrir Þróttara.

KA getur því á morgun orðið bikarmeistari annað árið í röð og í níunda sinn í sögu félagsins en Álftanes er aftur á móti að fara leika sinn allra fyrsta úrslitaleik. Leikurinn hefst í Digranesi klukkan 15:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert