FIFA rannsakar hegðun Kamerúna

Það var mikill hiti í leikmönnum Kamerún.
Það var mikill hiti í leikmönnum Kamerún. AFP

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, mun funda á næstu dögum vegna hegðunar leikmanna kvennalandsliðs Kamerún í leiknum við England í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Frakklandi. 

Enska liðið var allt annað en sátt við tilburði leikmanna Kamerún. Tvívegis þurfti að stöðva leikinn í nokkrar mínútur þar sem Kamerúnar mótmæltu ákvörðunum kínverska dómarans Qin Liang. 

Auk þess hrækti Augustine Ejangue á Toni Duggan, Yvonne Leukio gaf Nikita Parris olnbogaskot í andlitið og Alexandra Takounda traðkaði ofan á Steph Houghton. Ekki er ósennilegt að einhverjir leikmenn fari í bann vegna atvikanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert