„Ég vil koma mér inn á Ólympíuleikana“

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er að fara út á þriðjudaginn og ég ákvað það í samráði við þjálfarann minn að nýta þetta mót bara í tvo stífa spretti og startæfingu,“ sagði spretthlauparinn ungi Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Morgunblaðið á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli um helgina.

Guðbjörg fagnaði öruggum sigri í 200 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á tímanum 24,51 sekúnda sem er talsvert frá Íslandsmeti hennar í greininni sem hún setti í júní á þessu ári þegar hún hljóp á tímanum 23,45 sekúndur á ungmennamóti MÍ á Selfossi.

„Startið hjá mér gekk mjög vel og það sem ég var að leggja áherslu á í hlaupinu var einfaldlega að halda mjög háu tempói allan tímann. Tímarnir voru ekki góðir, miðað við mig, og aðstæðurnar voru ekkert frábærar þannig að það var bara mjög gott fyrir mig að fá góða æfingu út úr þessu. Eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að keppa á mótinu var að komast ofar á stigalistann því ég vil koma mér inn á Ólympíuleikana. Ég er í nokkuð góðri stöðu á stigalistanum þannig að það er um að gera að nýta öll tækifæri sem maður fær til þess að koma sér ennþá ofar á listann.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert