Guðbjörg af öryggi í undanúrslit

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mbl.is/Árni Sæberg

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í 200 metra hlaupi á Evrópumóti U20 í frjálsíþróttum í Borås í Svíþjóð.

Guðbjörg kom önnur í mark í sínum riðli á tímanum 24,06 sekúndur, sem er um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hennar. Dalia Kaddari frá Ítalíu kom fyrst í mark í riðlinum á 23,83 sekúndum. 

Tími Guðbjargar er sá tíundi besti í undanrásunum, en 16 hlauparar taka þátt í undanúrslitunum á morgun. 

Íslandsmet Guðbjargar, 23,45 sekúndur, er fjórði besti tími allra á mótinu og á hún því fína möguleika á verðlaunum. Guðbjörg hefði eflaust getað hlaupið hraðar í dag, en hún virtist hægja á sér í lokin, þegar sætið í undanúrslitum var í höfn. 

Undanúrslitin byrja á morgun kl. 8.40 og úrslitahlaupið fer fram kl. 16.25. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert