Púsluspil sem krefst skipulags

María Rún Gunnlaugsdóttir.
María Rún Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fremsta fjölþrautarkona landsins, María Rún Gunnlaugsdóttir, hefur alla tíð þurft að skipuleggja tíma sinn vel enda fer stór hluti af deginum hjá henni í æfingar.

María, sem er fædd árið 1993 og keppir fyrir hönd FH, vann til verðlauna í öllum sex greinunum sem hún keppti í á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli um síðustu helgi.

Hún fékk gull í 100 metra grindahlaupi og spjótkasti, silfur í hástökki, langstökki og 4x400 metra boðhlaupi og brons í kúluvarpi, en hún byrjaði að leggja áherslu á fjölþraut árið 2011.

„Frá því að ég byrjaði í frjálsum íþróttum hef ég í raun alltaf verið í öllum greinum og þannig þróaðist ég hægt og rólega út í fjölþrautina. Ég hef alltaf verið ágætlega sterk í nokkrum greinum þannig að þetta hentaði mér eiginlega betur en að einblína á einhverja eina grein. Ég byrjaði að æfa frjálsar þegar ég var sjö til átta ára gömul. Ég var kannski meira að leika mér í þessu en æfa þegar ég var yngri en ég var líka mikið í fótbolta á þessum árum og æfði með Víkingi í nokkur ár. 2011 byrjaði ég svo að einbeita mér alfarið að sjöþrautinni og ég hef í raun æft hana skipulega síðan.“

Sjá samtal við Maríu Rún í heild á íþróttasíðum Morgunblaðisins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert