Arnar sigraði í München

Arnar Davíð Jónsson er efstur á Evrópumótaröðinni.
Arnar Davíð Jónsson er efstur á Evrópumótaröðinni.

Arnar Davíð Jónsson keilari úr KFR sigraði í dag á alþjóðlega mótinu Track Open sem fram fór í München í Þýskalandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og er þetta í annað sinn sem Arnar sigrar á móti á mótaröðinni en hann vann mót í Óðinsvéum í september í fyrra. 

Arnar, sem býr í Svíþjóð og spilar með Höganas BC, spilaði mjög vel í dag og náði forystunni í mótinu þegar tveir leikir voru eftir. Hann leit aldrei til baka eftir það og lauk mótinu með stæl. 

Með sigrinum fór Arnar aftur á toppinn á stigalista Evrópumótaraðarinnar en hann hafði fallið niður í annað sæti eftir að hafa verið efstur í nokkrar vikur. Næsta mót fer fram í Óðinsvéum í Danmörku 25. ágúst til 1. september. Arnar á góðar minningar frá því móti og er til alls líklegur á mótaröðinni í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert