ÍR PLS og KFR Valkyrjur meistarar meistaranna

Meistarar meistaranna. KFR Valkyrjur og ÍR PLS.
Meistarar meistaranna. KFR Valkyrjur og ÍR PLS. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Í gærkvöldi hófst Íslandsmótið í keilu formlega með árlegri viðureign Íslands- og bikarmeistara Keilusambands Íslands (KLÍ) frá liðnu tímabili.

Í karlaflokki áttust við lið ÍR PLS sem eru Íslandsmeistarar 2019 og lið ÍA sem varð í 2. sæti í bikarkeppni liða. KFR Grænu töffararnir sem eru bikarmeistarar 2019 gáfu leikinn eftir og því fékk ÍA keppnisréttinn.

Í kvennaflokki voru það lið ÍR TT Íslandsmeistarar 2019 sem kepptu við bikarmeistarana 2019 KFR Valkyrjur. Leikar fóru svo að ÍR PLS og KFR Valkyrjur unnu  sínar viðureignir nokkuð örugglega og eru því meistarar meistaranna 2019.

Deildakeppni á Íslandsmóti liða hefst annars í kvöld en þá er leikið í 1. og 2. deild kvenna og einnig í 3. deild karla. Annað kvöld hefst svo keppni í 1. og 2. deild karla, sjá nánar dagskrá KLÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert