Áhorfandi í fimm vikna bann

Frá íshokkíleik í Egilshöll.
Frá íshokkíleik í Egilshöll. mbl.is/Hari

Aganefnd Íshokkísambands Íslands úrskurðaði á dögunum áhorfanda í fimm vikna bann frá leikjum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þess vegna framkomu við dómara. 

Stjórn ÍHÍ ákvað að vísa málinu til aganefndar sem úrskurðaði í málinu hinn 27. október. Í úrskurðinum segir að viðkomandi sé „óheimilt að koma á leiki er haldnir eru af ÍHÍ og aðildarfélögum þess næstu 35 daga frá birtingu þessar úrskurðar. Úrskurðurinn á við um alla leiki sem dómarar á vegum ÍHÍ dæma.“

Fjölnir/Björninn var auk þess sektað um 15 þúsund krónur á grundvelli 16. greinar reglugerðar númer 8.

Aganefndin fordæmir þau orð sem dómari leiksins sem fram fór í Egilshöll þurfti að sitja undir segir ennfremur í úrskurðinum. 

Úrskurður aganefndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert